Hagnaður Haga nam 997 milljónum króna árið 2005/2006 en var 1.302 milljónir árið áður, samkvæmt ársuppgjöri sem birtist á vef Kauphallar Íslands.

Ársuppgjörið nær yfir reikningstímabilið frá 1. mars 2005 til 28. febrúar 2006.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.603 milljónir króna árið 2005/2006 en árið áður nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 1.748 milljónum króna.

Velta félagsins nam 58.429 milljörðum króna árið 2005/2006 en 46.133 milljörðum árið 2004/2005.

Eigið fé nam 6.946 milljörðum árið 2005/2006 en 5.949 milljörðum árið 2004/2005.

Hluthafar Haga voru fimm í lok reikningsársins en eigendur með stærri eignarhlut en 10% eru Baugur Group með 47,4% eignarhlut, Fasteignafélagið Stoðir á 24,1%, því næst á Talden Holding S.A. og Orchides Holding S.A. 27,3% hlut í félaginu.