Rekstrarhagnaður Hampiðjunnar á fyrri helmingi ársins, án annarra tekna og gjalda, var 1 milljón evra (114 milljónir ísl.kr.) samanborið við 2,8 milljónir evra (245 millj. ísl.kr.) árið áður.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu.

Þá voru rekstrartekjur tímabilsins 21 milljón evra (2.287 millj. ísl.kr.), en voru 26,2 milljónir evra (2.329 millj. ísl.kr.) sama tímabil árið áður.   Hlutdeild Hampiðjunnar í tapi HB Granda hf., sem gjaldfært er í árshlutareikninginn, nemur 2,8 milljónum evra (301 millj. ísl.kr.) en tekjufærsla vegna hlutdeildar í hagnaði var á sama tímabili árið áður 3,1 milljón evra (275 millj. ísl.kr.)

Fjárliðir samtals voru 4,6 milljónir evra (496 millj. ísl.kr.)  til gjalda en voru 2,8 milljónir evra (253 millj. ísl.kr.) til tekna árið áður.

Tap tímabilsins var 2,3 milljónir evra (248 millj. ísl.kr.), samanborið við hagnað upp á 5,3 milljón evra  (469 millj. ísl.kr.) sama tímabil árið áður.