Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald‘s á fyrsta ársfjórðung nam 864 milljónum Bandaríkjadala eða um 64,5 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður á hvern hlut er 81 cent.

Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 762,4 milljónir dala eða um 62 cent á hvern hlut þannig að hagnaður félagsins eykst um 24% milli ára.

Þetta er umfram væntingar en könnun Bloomberg fréttaveitunnar á meðal greiningadeilda hafði gert ráð fyrir hagnaði upp á 70 cent á hvern hlut.

Félagið segir aukna sölu í Evrópu auk vaxandi úrvals á matseðli keðjunnar vera helsta ástæða góð gengis félagsins tekjur þess á tímabilinu námu um 5,6 milljörðum dala en þegar hafði verið búist við 5,4 milljörðum að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

MacDonald‘s rekur yfir 31.000 veitingastaði í 118 löndum.