Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf.  fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.525 milljónum króna sem er 36,4% aukning samanborið við fyrstu sex mánuðina árið 2007.

Hagnaður bankans fyrir skatta á fyrri helmingi ársins nam 1.540 milljónum króna sem er 16,5% aukning frá sama tíma í fyrra.   Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans vega uppgjörs fyrstu sex mánuði ársins.

Þar kemur fram að hreinar vaxtatekjur eru 762 milljónir króna á fyrstu sex mánuðunum samanborið við 159 milljónir króna fyrstu sex mánuði árið 2007.

Þá jukust vaxtatekjur um 45,6% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra og námu alls 3.190 milljónum króna.

Arðsemi eigin fjár (ROE) jafngildir 49,6% ávöxtun á ársgrundvelli fyrstu sex mánuði ársins 2008.

Gengishagnaður af fjármálastarfsemi jókst um 8,3% á milli tímabila og er 679 milljónir króna .  Hreinar rekstartekjur jukust um 16,5% frá sama tíma í fyrra og námu 2.083 milljónum króna.

Heildareignir bankans jukust um 29,8% frá áramótum, voru um 68,2 milljarðar króna í lok júní 2008, samanborið við 52,5 milljarða króna þann 31. desember 2007. Laust fé bankans nam um 10,7 milljörðum króna þann 30. júní 2008.

Eigið fé var 7,5 milljarðar króna þann 30. júní 2008 sem nemur 21,3% aukningu frá 31. desember 2007. Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar var 29,6% í lok júní 2008 samanborið við 28,1% í árslok 2007.   Hagnaður á hlut var 1,43 á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við 1,04 fyrir sama tímabil á síðasta ári sem nemur 37,5% hækkun.   Þá kemur einnig fram að fjöldi starfsmanna eru 50 þann 30. júní 2008 samanborið við 41 starfsmenn á sama tíma í fyrra.