Hagnaður bandarísku leitarvélarinnar Yahoo á fyrsta ársfjórðungi var mun meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir en hagnaður félagsins nam 542,2 milljónum Bandaríkjadala en á sama tíma í fyrra nam hagnaður Yahoo um 142 milljónum dala.

Mikill hluti af hagnaði Yahoo er sala á kínverska netfyrirtækinu Alibaba.com sem selt var í upphafi árs fyrir um 401 milljón dali.

Eins og kunnugt er hefur bandaríski tölvurisinn Microsoft gert yfirtökutilboð í Yahoo fyrir um 44,6 milljarða dali en greiningaraðilar vestanhafs telja þó að Microsoft þurfi þrátt fyrir gott gengi Yahoo ekki að hækka tilboð sitt.

Talsmaður Microsoft, Steve Ballmer staðfesti þetta í gær og sagði að Microsoft myndi ekki hækka tilboð sitt.