George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, greindi frá á þinginu í dag að ný hagvaxtarspá gerir ráð fyrir 1,7% vexti í ár. Spáin hefur verið lækkuð frá fyrri útgáfu en þá var gert ráð fyrir 2,1% hagvexti. Þá er gert ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2012 í stað 2,5% áður.

Fjárlögin eru til umræðu á breska þinginu í dag. Lækkunin á spánni er til komin vegna meiri verðbólgu og óvænts samdráttar í lok síðasta árs. Osborne sagði að aðgerðirnar sem fjárlagafrumvarpið boðar muni koma bresku efnahagslífi á skrið á ný.