Landsframleiðsla á Íslandi jókst um 4,2% á árinu 2015. Árið 2014 var hagvöxtur 1,9%, og 4,4% árið 2013. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram árið 2015 en þjóðarútgjöld jukust um 6,0%. Þetta kemur fram í endurmati Hagstofunnar á niðurstöðum þjóðhagsreikninga.

Einkaneysla jókst um 4,3% og samneysla um 1,0% og fjárfesting jókst um 18,3%. Útflutningur jókst um 9,2% og innflutningur um 13,5%. Þrátt fyrir það var mikill afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum á síðasta ári, eða 166,6 milljarða króna, utanríkiverslun dró úr hagvexti.

Viðskiptaáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 3,9% á árinu 2015. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en nam landsframleiðslu eða um 9,0% miðað við 3,4% aukningu árið áður.