Útgjöld ríkissjóðs nær tvöfaldast á fimm árum frá árinu 2004 til 2009, þrátt fyrir niðurskurðartillögur sem nú eru ræddar á Alþingi.

Ríkissjóður hefur orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar bankahrunsins í október. Ljóst er að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs á næstu árum, og samkvæmt nýjustu tölum verður þetta ár ekki undanskilið. Í upphaflegum fjárlögum fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir 39 milljarða króna afgangi en nú stefnir í tæpan 5 milljarða króna halla. Einnig þarf að taka fjárlagafrumvarp fyrir árið 2009 til ítarlegrar endurskoðunar, en halli næsta árs er nú áætlaður á bilinu 165-170 milljarðar króna þrátt fyrir skattahækkanir og niðurskurð frá frumvarpinu sem lagt var fram í byrjun október.

Skuldabyrði ríkissjóðs mun stóraukast með tilheyrandi aukningu vaxtagjalda. Viðbótarfjárþörf vegna vaxandi atvinnuleysis og aukinna gjaldþrota nemur 11 milljörðum króna.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .