Töluverður viðsnúningur varð til hins verra á afkomu Háskólans í Reykjavík á árinu 2010. Þannig nam tap skólans á árinu rúmlega 401 m.kr., samanborið við hagnað upp á tæpar 106 m.kr. árið 2009. Tekjur skólans drógust saman um tæpar 200 m.kr. á milli ára, en þar munaði mestu um minna framlag Ríkissjóðs sem dróst saman um rúmar 100 m.kr. Þá hækkuðu rekstrargjöld skólans um rúmar 230 m.kr. á milli ára.

Kostnaður vegna húsnæðis jókst um tæpar 440 m.kr. á milli ára, en aftur á móti minnkar kostnaður vegna launa sem og annars rekstrarkostnaðar. Bókfært eigið fé í árslok var um 2 ma.kr. Þá býst stjórn HR jafnframt við neikvæðri afkomu af rekstri skólans árið 2011.