Haukur Skúlason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Móbergs ehf. og hefur þegar tekið til starfa.

Haukur lauk M.B.A. gráðu í fjármálum frá Rice University, Jesse H. Jones Graduate School of Management árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum Íslands árið 2001.

Undanfarin 10 ár hefur hann starfað hjá Glitni og Íslandsbanka. Frá árinu 2013 hefur hann unnið sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka. Þá gegndi hann stöðu forstöðumanns framtaksfjárfestinga hjá VÍB. Einnig hefur Haukur verið forstöðumaður í greiningu og stefnumótun á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Haukur hefur einnig setið sem stjórnarformaður FAST-1 slhf. og stjórnarmaður hjá Kreditkortum hf. Þar áður var hann stjórnarmaður í Frumtaki frumkvöðlasjóði.