Útgerðarfélagið HB Grandi ráðgerir að fjárfesta fyrir um 15 milljarða króna á þessu ári að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þar á meðal eru kaup á fimm nýjum skipum, en tvö þeirra eru nú í smíðum í skipasmíðastöð í Tyrklandi

Þá hefur félagið nýtt góðar aðstæður fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi til að greiða niður skuldir, en skuldahlutfallið hefur lækkað úr fimm prósentum árið 2008 í 1,2 prósent árið 2013. Vilhjálmur Vilhjálmsson segir að meðalvextir á lánum hjá félaginu séu afar hagstæðir, um 3,5%, svo hagstætt sé að ganga til fjárfestinga.

Ráðgert er að félagið greiði 1.350 milljónir króna í veiðigjöld á þessu ári en árið 2013 voru greiddar 1.950 milljónir króna í veiðigjöld.