Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, sagði í ræðu sinni á aðalfundi bankans að árangur af stefnu bankans í þágu hluthafa megi meðal annars sjá ábata hluthafa sem keyptu fyrir 100 krónur í Íslandsbanka við skráningu árið 1993. Með endurfjárfestingu arðgreiðslna og hækkun hlutabréfaverðs er verðmæti þessarar eignar nú um 1.863 krónur, sem svarar til ríflega 23% árlegrar raunávöxtunar.

Hluthöfum Íslandsbanka fækkaði lítillega á síðasta ári úr 11.245 ársbyrjun í 10.276 í lok árs. Þróun gengis hlutabréfa bankans var afar hagstæð árið 2004. Í ársbyrjun var gengið 6,4 en í árslok var það 11,2 og hafði þá hækkað um 75% á árinu eins og Einar Sveinsson benti á í erindi sínu.