Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur, betur þekktri sem Sollu á Grænum kosti, var  í efsta sæti á metsölulista Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir dagana 15. til 28. janúar sl. Þá er bókin jafnframt mest selda bókin frá áramótum.

Í öðru sæti var bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson og í þriðja sæti listans var bókin Einvígið eftir Arnald Indriðason.

Þá var Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur fjórða mest selda bókin í vikunni en Brakið var mest selda bókin á síðasta ári.

Heilsuréttir Hagkaups er sem fyrr segir mest selda bókin frá áramótum en bókin var fjórða mest selda bókin á síðasta ári. Þá er ný bók, Þóra – heklbók eftir Tinnu Þórudóttir Þorvaldsdóttir næst mest selda bókin frá áramótum.

Í þriðja sæti er Gamlinginn sem skreið út um gluggann en hún var einnig þriðja mest selda bók síðasta árs. Til gaman má geta þess að Gamlinginn var lengi vel mest selda bókin á síðasta ári, eða allt þangað til Brakið og Einvígið komu út í nóvember sl.

Þá er Almanak Háskóla Íslands 2012 fjórða mest selda bókin frá áramótum.

Sjá listann í heild sinni.

Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.
Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.