Innlán heimila landsins hafa dregist saman um 7% frá því í júní í fyrra. Innlán fyrirtækja annarra en eignarhaldsfélaga hafa á sama tíma aukist um 7,4%. Í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í dag segir að samdráttur innlána heimila endurspegli að hluta að raunávöxtxun þeirra sé neikvæð. Það hafi hvatt heimilin til að auka við neyslu á varanlegum og hálfvaranlegum neysluvarningi.

„Þau hafa sömuleiðis nýtt sparnað sinn til þess að fjárfesta í húsnæði, auk þess sem þau hafa flutt innstæður í ýmsa sjóði sem gefa betri raunávöxtun en innlán,“ segir í Peningamálum.