*

föstudagur, 3. júlí 2020
Innlent 8. júní 2011 15:49

Helmingshlutur í Sjóklæðagerðinni 66°Norður seldur

SF II kaupir ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf. sem framleiðir og hannar útivistarfatnað undir merkinu 66°Norður

Ritstjórn
Aðsend mynd

SF II, félag í rekstri Stefnis hf., hefur keypt ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf. Félagið hannar og framleiðir hágæða útivistarfatnað undir merkinu 66°NORÐUR auk þess að framleiða vinnufatnað. SF II er í eigu SÍA I, Bjarneyjar Harðardóttur og Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra Sjóklæðagerðarinnar. Sigurjón Sighvatsson mun áfram fara fyrir tæpum helmingshlut í félaginu.

Stefnir hf. er stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljaraða króna í virkri stýringu. Sjóðfélagar SÍA I eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk annarra öflugra fagfjárfesta

 Sigurjón keypti Sjóklæðagerðinni árið 2004. Frá þeim tíma hefur velta félagsins þrefaldast og útflutningur rúmlega fjórfaldast. Afkoma félagsins hefur batnað í takt við veltu félagsins þrátt fyrir þrengingar í íslensku efnahagslífi.  ,,Félagið hefur búið að frábærum hópi starfsfólks sem hefur getað byggt á sterkri arfleifð með höfuðáherslu á hönnun og gæði. Þau gildi verða leiðarljós félagsins áfram, en vegna aukinna umsvifa og anna við aðalstarf mitt við framleiðslu kvikmynda var ljóst að styrkja þurfti bæði hluthafahópinn og yfirstjórn félagsins.  Ég veit að Helgi, Bjarney og fjárfestar sem með þeim eru verða félaginu mikill styrkur og hugmyndir okkar um framtíð þess og framgang fara algerlega saman og ég hlakka því til samstarfsins, “ segir Sigurjón Sighvatsson í tilkynningu um söluna.