Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti á opnum fundi með starfsmönnum Háskóla Íslands (HÍ) í gær að hún muni bjóða sig fram að nýju til að gegna embætti rektors.

Þetta kemur fram á vef HÍ Kristín tók við embætti rektors árið 2005. Skipunartími rektors er fimm ár og rektor getur setið í tvö skipunartímabil.

Fram kemur að í rektorstíð Kristínar hefur Háskólinn tekið miklum breytingum. Skólinn hefur stækkað um 50% með sameiningu við Kennaraháskóla Íslands í fyrra og með stóraukinni aðsókn stúdenta. Skipulag og stjórnkerfi skólans hefur verið endurskoðað og honum skipað í fimm fræðasvið. Í upphafi rektorstíðar Kristínar setti skólinn sér stefnu með langtímamarkmiði að komast í hóp fremstu háskóla.

Sjá nánar á vef HÍ.