*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 1. febrúar 2018 09:12

Hjálmar Gíslason hættir hjá Qlik

Hjálmar Gíslason hefur látið af störfum hjá Qlik, þremur árum eftir að að fyrirtækið keypti Datamarket af honum.

Ritstjórn
Hjálmar Gíslason.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, hyggst láta að störfum hjá Qlik eftir ríflega þriggja ára starf. Qlik keypti Datamarket af Hjálmari og meðfjárfestum hans á 1,6 milljarða kóna í október 2014.  

Hjálmar greinir frá því á Facebook að í vor áratugur sé áratugur síðan hann hafi sagt upp í vinnunni til að stofna Datamarket og i dag séu annars konar tímamót. „Ég hef ákveðið að breyta til og í dag var í reynd síðasti dagurinn minn hjá Qlik,“ segir Hjálmar.

„Ég hef lært meira á þessum tíma en ég hefði getað lært af nokkru öðru sem ég hefði tekið mér fyrir hendur. Ég mun njóta þess í framtíðinni. Umfram allt hef ég þó kynnst og fengið að vinna með frábæru fólki. Þau eru of mörg til að telja upp hér og ef ég myndi telja einhverja upp sérstaklega myndu aðrir bara vera út undan sem eiga það allt eins skilið,“ bætir hann við.

„Tilfinningarnar eru mjög blendnar við þessi tímamót. Ég mun sakna fyrirtækisins sem mér þykir vænt um, vörunnar sem ég hef fengið að tala fyrir og taka þátt í að þróa áfram og alls frábæra fólksins. Á sama tíma er ég virkilega spenntur fyrir þeim ævintýrum bíða handan við hornið,“ segir Hjálmar.