Tap M. Scheving ehf., félags í eigu Magnúsar Scheving og konu hans, Ragnheiðar Pétursdóttur Melsteð, nam um 8,7 milljónum króna í fyrra. Þetta er talsverður viðsnúningur á milli ára. Magnús er sem kunnugt er skapari Latabæjar og klæðist oft búningi Íþróttaálfsins. Þetta félag hans er þó ótengt Latabænum því það heldur utan um aðra starfsemi Magnúsar, s.s. fyrirlestra erlendis og aðra tengda vinnu. Þrátt fyrir taprekstur nam arðgreiðsla úr félaginu 5,5 milljónum króna í fyrra.

Þetta er ekki eina félagið tengt Magnúsi, Íþróttaálfinu og vinnu hans í Latabæ.

Viðskiptablaðið leitaði ítrekað viðbragða Magnúsar um rekstur félaganna. Hann vildi ekkert tjá sig um þau.

Ítarlega er fjallað um Magnús Scheving í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Afskrifa skuldir IKEA
  • Lyfta í öll þriggja hæða hús
  • Fleiri fara á tónleika sinfóníunnar
  • Skuldir sveitarfélaga krufnar til mergjar
  • Vilja einkaleyfi á módel fótboltaleiks
  • Málarekstur kostaði PwC tugi milljóna
  • Vaxtaákvörðun Seðlabankans
  • Fokdýrt að flytja til Bandaríkjanna
  • Hrunið fyrir fjórum árum
  • Viðtal við framkvæmdastjóra Evrópusamtaka endurskoðenda
  • Kristín Halldórsdóttir, fyrsta konan til að gegna stöðu mjólkurbússtjóra, í ítarlegu viðtali
  • Nærmynd af Tinnu Ólafsdóttur hjá Ígló
  • Sigmar B. Hauksson ræðir um rjúpuveiðina
  • Fjallað um nokkrar myndir á RIFF-hátíðinni
  • Óðinn skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og höftin
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um öfundina út í eigendur sjávarútvegsfyrirtækja
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira.