Kaupþing banki hagnaðist um 14.786 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi sem er yfir væntingum greiningardeildar Landsbanakns um 13.574 milljarða kr. hagnað (8,9%) og er fjórðungurinn sá besti frá upphafi. Frávikið skýrist að mestu af meiri gengishagnaði en við gerðum ráð fyrir, en á móti kemur að afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi var heldur lakari.

Greiningardeild Landsbankans gaf síðast úr verðmat á Kaupþingi banka í nóvember síðastliðnum en verðmatsgengi þeirrar greiningar var 622. Í kjölfar birtingar uppgjörsins hafa þeir uppfært ávöxtunarkröfu, gengi gjaldmiðla og verðbréfaeign í verðmati sínu auk þess sem tekið hefur verið tillit til niðurstaðna uppgjörsins. Rekstrarforsendur eru óbreyttar. Niðurstaðan er að þeir meta Kaupþing á 488,0 milljarða kr. sem gefur verðmatsgengið 757. "Við mælum því með að fjárfestar selji bréf sín í bankanum en yfirvogi bréfin í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum," segir greiningardeild Landsbankans.