Hlutabréf á markaði í Evrópu hækkuðu í dag í kjölfar væntinga um yfirtökur. Knæpueigandinn Mitchells & Butlers hækkaði á markaði í London eftir að fyrirtækið Punch Taverns sagðist hafa áhuga á samruna við M&B.

Örgjörvaframleiðandinn ASM í Hollandi og Verktakafyrirtækið Hochtirf í Þýskalandi hækkuðu einnig.

Ryanair lækkaði aftur á móti í verðu í framhaldi af yfirlýsingu um minnkandi hagnað.

FTSE 250 í London hækkaði um 0,8% í dag, DAX hækkaði um 0,5% og IBEX á Spáni hækkaði um 0,2%. CAC í Frakklandi lækkaði aftur á móti um 0,1%.