Hlutabréf í Asíu féllu um 3,2% í dag, samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni, og í fyrstu viðskiptum í Evrópu hafa markaðir lækkað um 3,2% samkvæmt Euronext 100.

MarketWatch rekur lækkunina í Evrópu til þess að HSBC bankinn hefur ákveðið að auka hlutafé um 12,5 milljarða punda. Þetta mun vera stærsta hlutabréfaútgáfa bresks fyrirtækis frá upphafi. HSBC tilkynnti á sama tíma að hagnaður bankans lækkaði um 70% á milli ára og nam 5,7 milljörðum punda í fyrra.