Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og lækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 1,5%. Þetta er mesta lækkun á einum degi frá því í lok mars að sögn Reuters fréttastofunnar.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,2%. Í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,3% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,5%. Þá lækkaði CAC 40 vísitalan í París um 1,3%.

Í Kaupmannahöfn lækkað OMXC vísitalan um 1,5% og í Osló lækkaði OBC vísitalan um 0,3%.