Hluta­bréfa­verð Lucid Group, móðurfélags Lucid Motors, hækkaði um 9% við opnun markaða vestan­hafs eftir að raf­bíla­fram­leiðandinn til­kynnti um 1 milljarða dala fjár­festingu frá Þjóðar­sjóði Sádi-Arabíu.

Þjóðar­sjóður Sáda mun kaupa 100,000 hluta­bréf gegnum dóttur­fé­lag sitt Ayar Third Invest­ment en um er að ræða um 12% af öllu út­gefnu hluta­fjár fé­lagsins.

The Wall Street Journal greinir frá viðskiptunum en tölu­verðar vendingar hafa verið á raf­bíla­mörkuðum síðustu daga.

Fisker í fjárhagsvanda

Banda­ríski raf­bíla­fram­leiðandinn Fis­ker greindi frá því fyrir helgi að samninga­við­ræður við „stóran bíla­fram­leiðanda“ um yfir­töku á fé­laginu hafi runnið út í sandinn.

Fis­ker sem danski bíla­hönnuðurinn Henrik Fis­ker stofnaði er í tölu­verðum fjár­hags­vand­ræðum og fram­tíð fé­lagsins í upp­námi.

Hluta­bréfa­verð Fis­ker hefur lækkað um 37% síðustu fimm við­skipta­daga. Um 1.300 manns starfa hjá fyrir­tækinu sem er með höfuð­stöðvar í Kali­forníu ríku.