Hlutabréfaverð og gjaldmiðlar hækkuðu í Asíu í nótt ef frátalið er hlutabréfaverð í Japan, en Nikkei vísitalan lækkaði um 0,44%, þetta kemur fram í Morgunpósti IFS í dag. Verð á kopar hækkaði einnig ásamt gulli en verð á góðmálminum er nú í þriggja vikna hágildi.

Sérfræðingar rekja þessar hækkanir til verðbólgutalna frá Kína. Þetta í fyrsta skipti síðan september 2013 að framleiðsluverð hækkaði milli mánaða í Kína og bendir það til aukinnar eftirspurnar í þessu öðru stærsta hagkerfi heims. Alþjóðabankinn lækkaði hagvaxtaspá sína fyrir austur Asíu úr 6,4% í 6,3%.

MSCI vísitalan í Asía hækkaði um 0,2% í viðskiptum dagsins og voru hækkanirnar leiddar áfram af orkufyrirtækjum og hrávöruframleiðendum. Hlutabréfavísitalan í Kína hækkaði um 1,7%.

Asískir gjaldmiðlar hafa ekki mælst sterkari í fimm mánuði og hefur japanska jenið nú hækkað sjö daga í röð.