Síminn var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar í dag og nam velta með bréf fyrirtækisins tæplega 622.500.000 krónum. Verðið á bréfum fyrirtækisins stóð hins vegar í stað í 3,49 krónum í allan dag. Með því að smella hér má sjá viðtal Vb.is við Orra Hauksson, forstjóra Símans, frá skráningunni í morgun.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,40% í dag og stendur í 1.758,87 krónum. Veltan á hlutabréfamarkaði nam alls 2,25 milljörðum króna í dag á meðan veltan á skuldabréfamarkaði nam rúmlega 11,4 milljörðum. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,09%.

Á hlutabréfamarkaði var hækkunin mest hjá Eik fasteignafélagi, eða 1,56%. Sjóva hækkaði um 1,25%, N1 um 1,15%, Reitir um 1,12%, VÍS um 0,86%, Marel um 0,70%, Reginn um 0,54%, Fjarskipti um 0,50%, HB Grandi um 0,47%, Eimskip um 0,40%, TM um 0,23% og Hagar um 0,12%.

Lækkunin var mest hjá Nýherja, eða 1,99%. Össur lækkaði um 0,22% og Icelandair um 0,16%.