Fyrirtækjagreining Arion banka hefur hækkað EBITDA spá sína fyrir Icelandair Group í 106 milljónir dala. Það byggir hún á miklum væntingum vegna fjölgunar ferðamanna hér á landi. Þá kemur fram að mikil tekjuaukning gefi til kynna gott sumar framundan, þó alltaf sé hætta á því að aukinn kostnaður fylgi með.

Tap Icelandair Group nam tæpum 13,2 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við rúmlega 9,1 milljón dala tap á sama tíma í fyrra. Tap félagsins fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3 milljónum dala, samanborið við 1,6 milljónir dala í fyrra.

Hvað rekstrarútgjöld varð­ar, sem hækkuðu um rúmar 28 milljónir dala, vekur sérstaka athygli aukinn launakostnaður og kostnaður vegna eldsneytis­ kaupa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.