Fast­eigna­sjóður­inn FAST-1, sem stýrt er af VÍB, keypti turn­inn Höfðatorg í miðborg­inni á 4,6 millj­arða króna, þetta kemur fram í árshlutareikn­ingi sjóðsins. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Íslands­banki, sem á VÍB, átti 72,5% hlut í Höfðatorgi og bygg­ing­ar­fé­lagið Eykt átti 27,5%. Það er í eigu Pét­urs Guðmunds­son­ar, for­stjóra þess. Því fékk Íslandsbanki 3,3 millj­arða í sinn hlut og Eykt 1,3 millj­arða.

Eign­ar­halds­fé­lagið HTO held­ur utan um fast­eign­irn­ar að Höfðatorgi. En heild­ar­stærð eigna þeirra er um 57 þúsund fer­metr­ar að meðtöld­um bíla­kjall­ara.