Japanski bílaframleiðandinn Honda hefur gefið það frá sér að hafa ekki tilkynnt um yfir 1.700 bílslys sem annað hvort leiddu til dauða eða alvarlegra tjóna til bandarískra yfirvalda á ellefu ára tímabili.

Bílaframleiðandinn hafði nýlega verið gagnrýndur fyrir að vita af alvarlegum galla í bílpúðum bifreiða fyrirtækisins í meira en áratug áður en hann tók til baka yfir sex milljónir bifreiða.

Eftir að hafa gengið í gegnum sérstaka endurskoðun á starfsháttum fyrirtækisins kom í ljós að ekki hafði verið greint frá 1.729 bílslysum til þar til greindra bandarískra yfirvalda á árunum 2003 til 2014. Honda sagði ástæðuna vera villur í gagnakerfi fyrirtækisins og takmarkaðan skilning á bandarískri reglugerð.

Nánar er fjallað um málið á  vef Financial Times.