Heimsverð á hráolíu hefur lækkað í dag og er tunnan komin undir 90 Bandaríkjadali í fyrsta skipti í átta mánuði.

Á fréttavef BBC kemur fram að greiningaraðilar telja að á næstu misserum verði minni eftirspurn eftir olíu vegna þeirra erfiðleika sem steðja að fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Í kjölfarið hafa markaðir í Mið-austurlöndum lækkað nokkuð í dag. Þannig hefur The Saudi Arabian hlutabréfamarkaðurinn, sem er sá stærsti á svæðinu lækkað um 9% í morgun.

Í Dubai hafa markaðir lækkað um 4,5%, í Abu Dhabi og Katar hafa markaðir lækkað um 4%, í Kuwait um 3,5% og í Oman um 6%.

Að sögn BBC er þetta mest lækkun í Saudi Arabíu á einum degi í sjö ár.