Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines stendur frammi fyrir færri bókunum á flugferðum félagsins, vegna flugslyss sem flugvél á vegum félagsins lenti í. Slysið átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan. Einn farþegi lést í slysinu.

Southwest hefur áður haldið því fram að það hafi búist við því að bókunum félagsins myndu fækka í kjölfar slyssins. Flugfélagið hætti tímabundið að auglýsa sig eftir að slysið varð, en slíkar aðgerðir hafa tíðkast hjá bandarískum flugfélögum þegar þau hafa lent í slíkum slysum. Félagið taldi að þessi aðgerð myndi bitna á bókunum á flugferðum félagsins og reyndist það rétt, en félagið telur að tekjur fyrir hverja flogna mílu muni dragast saman um 3% á núverandi ársfjórðungi. Þetta kemur fram á vef CNN .