Sprotafyrirtækið GolfPro Assistant hyggur á útrás. Fyrirtækið sýnir fyrstu frumgerð sína af vefhugbúnaði, sem ætlaður er golfkennurum og nemendum þeirra, á stærstu golfsýningu Norðurlanda. Sýningin, Nordic Golf Fair, hófst í Malmö í gær. Fyrirtækinu var boðið á sýninguna af PGA á Íslandi.

„GolfPro Assistant auðveldar golfkennurum að eiga í samskiptum við nemendur sína á milli kennslutíma,“ segir í tilkynningu. „Golfkennarar geta meðal annars sent nemendum sínum verkefni, æfingar og gagnvirk próf. Einnig geta golfkennarar sinnt fjarkennslu með notkun myndbandsupptaka af golfsveiflum nemenda sinna

sem auðvelt er að taka upp og geyma í vefhugbúnaðinum. Nemendur geta jafnframt á einfaldan máta fundið lausa tíma hjá þeim golfkennurum sem nota kerfið, bókað hann og greitt fyrir.“

GolfPro Assistand er í eigu Daníels Rúnarssonar, Daða og Andra Janussona og Arion banka.