Stjórn Festi hefur nú tæpa tvo mánuði til þess að finna arftaka Eggerts Þórs Kristóferssonar en Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um Festi-málið síðustu daga. Blaðið hefur heimildir fyrir því ráðningarferlið sé farið í gang en enn er með öllu óljóst hver muni taka við forstjórastarfinu.

Hjá Festi starfar margt hæft fólk eins og til dæmis Ásta Sigríður Fjeldsted, sem tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar sumarið 2020 og Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Ásta var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands en Hinrik Örn hefur starfað hjá N1 frá árinu 2013, þar áður var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi.

Viðskiptablaðið hefur heyrt nafn Jóns Björnssonar, forstjóra Origo, í þessu samhengi en hann var forstjóri Festi frá árinu 2014 og allt þar til N1 keypti félagið árið 2018. Áður var hann forstjóri Magasin du Nord í Danmörku og Haga, þegar félagið var í eigu Baugs.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.