Raftækjaverslunin MAX opnar næstkomandi laugardag. Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að MAX verður stærsta raftækjaverslun landsins með miklu vöruvalið og lágu verði. MAX verður til húsa í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ.

?Við hjá MAX kappkostum að hafa glæsilegasta vöruúrvalið frá sem flestum framleiðendum,? segir Einar Ólafur Speight, rekstrarstjóri MAX í tilkynningu félagsins og bætir við: ?Lágt vöruverð hjá MAX er neytendum til hagsbóta og eykur á samkeppnina á íslenskum raftækjamarkaði.?

Meðal þess sem MAX býður uppá er allt frá eggjasuðum til amerískra ísskápa, frystikistum til flatskjáa, tölvum til tengja, tölvuleikjum til tónlistar, heimabíóum til heimasíma, myndavélum til myndbandstækja og svo mætti lengi telja.

Við hönnun verslunarinnar voru meðal annars fengnir ítalskir hönnuðir.

Raftækjaverslunin MAX er sem fyrr segir staðsett í Kauptúni 1 í Garðabæ en þar er nú að rísa verslunarhvarfi en þar er fyrir ný verslun IKEA.