Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,56% og er 6.460 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 55.444 milljónum króna.

Þar af er um 50 milljarða velta með bréf FL Group. Eigendur Gnúps fjárfestingarfélag, annars stærsta hluthafi FL Group, var að færa bréf til Gnúps fjárfestingarfélags sem og FL Group keypti í eigin bréf af Gnúpi fyrir um 9,5 milljarðar króna. Viðskiptin eru ekki verðmyndandi.

365 hækkaði um 1,77%, Landsbankinn hækkaði um 1,12%, Kaupþing banki hækkaði um 1,07%, Teymi hækkaði um 0,87% og Eimskip hækkuðu um 0,64%.

Flaga Group lækkaði um 4,86%, Actavis lækkaði um 1,06%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,44%, Össur lækkaði um 0,44% og Bakkavör Group lækkaði um 0,32%.

Gengi krónu veiktist veiktist um 0,10% og er 125,6 stig við lok markaðar.