Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,17% og er 7.426 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um 11,6 milljörðum króna.

Atorka Group hækkaði um 3,15% og var eina félagið sem svo gerði.

Landsbankinn lækkaði um 1,88%, FL Group lækkaði um 1,66%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,49%, Kaupþing lækkaði um 1,35% og Bakkavör Group lækkaði um 1,35%.

Gengi krónu styrktist um 0,39% og er 120 stig.