Icelandair hækkaði um 2,14% í 855 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Fyrirtækið tilkynnti í dag um stóraukin umsvif á næsta ári. Þrjár nýjar Boeing 757 vélar munu bætast í flotann og samkvæmt áætlunum mun farþegum fjölga.

Þá hækkuðu tryggingafélögin tvö lika, TM um 0,66% og VÍS um 0,37%. Viðskiptin með VÍS námu 256 milljónum en TM 249 milljónum. Þá hækkaði Reginn um 0,66%.

Eimskip lækaði aftur á móti um 0,42% í 105 milljóna króna viðskiptum og Marel lækkaði um 1,52% í 66 milljóna viðskiptum.