*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 9. júlí 2018 18:16

Icelandair lækkað um 75% á tveimur árum

Markaðsvirði Icelandair Group hefur lækkað um 141 milljarð króna frá því að gengi bréfa félagsins stóð í hæstu hæðum.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair Group sem lækkaði mikið í verði í dag.
Haraldur Guðjónsson

Gengi bréfa Icelandair Group hefur lækkað um 75% frá því það stóð hæst fyrir rúmlega tveimur árum. Þann 28. apríl árið 2016 nam verð hvers bréfs 38,75 krónum en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkað um rúm 24% í dag í 600 milljóna viðskiptum.

Verðhrun bréfanna í dag kemur í kjölfarið á því að félagið sendi frá sér kolsvarta afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem áætluð EBITDA félagsins fyrir árið í ár var lækkuð úr um 170 til 190 milljónir Bandaríkjadala í um 120 til 140 milljónir dala, sem er lækkun um 28%.

Lokagengið á föstudag nam 12,7 krónum en við verðlækkunina í dag fór það niður í 9,55 krónur við lok viðskipta. Björgólfur Jóhannesson hefur verið forstjóri Icelandair Group frá því í maí 2008 en ekki náðist í hann í dag vegna stöðu félagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is