Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, hefur náð samningum við Squaw Valley skíðasvæðið við Lake Tahoe í Bandaríkjunum þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði opinbert vatn skíðasvæðisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Water Holdings.

Samningurinn, sem er til þriggja ára, tekur strax gildi og mun vatnið verða sýnilegt um allt svæðið og verður sérmerktum kælum meðal annars komið fyrir á fjölförnum stöðum.

Squaw Valley skíðasvæðið er staðsett um 10 kílómetrum norður af Lake Tahoe en Vetrarólympíuleikarnir árið 1960 voru haldnir á svæðinu. Í dag er svæðið vinsælt meðal Hollywoodstjarna og efnaðra skíðaáhugamanna.

„Við erum virkilega ánægð með þennan samning og það er mikill heiður fyrir Icelandic Glacial að vera tengt þessu glæsilega skíðasvæði”, segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og annar af stofendum Icelandic Water Holdings í tilkynningunni.

„Svæðið leggur mikla áherslu á umhverfisvæna starfshætti líkt og við og því teljum við að Icelandic Glacial og Squaw Valley eigi ákaflega vel saman.“