Þetta er fyrirtæki sem sér um að taka upp og útsetja tónlist. Í raun er þetta bara alhliða tónlistarfyrirtæki sem heldur líka utan um minn rekstur sem tónlistarmaðurinn Íkorni,“ segir Stefán Örn Gunnlaugsson, en hann stofnaði í vikunni fyrirtækið Íkorna ehf. Fyrirtækið hefur aðsetur í stúdíóinu Aldingarðinum sem er í iðnaðarhverfinu í Garðabæ. „Ég er íkorninn í Aldingarðinum,“ segir Stefán og hlær.

Vinnur með kór eldri borgara í Þorlákshöfn

„Það er fullt af verkefnum fram undan. Ég er í fyrsta lagi að taka upp nýja plötu með Íkorna. Ég er líka að taka upp plötu með Soffíu Björgu sem kemur út í vor, en svo er ég einnig að vinna með honum Svavari Knúti. Hann ætlar að taka upp lag og svo plötu í sumar. Í dag er ég annars að taka upp plötu með kór eldri borgara í Þorlákshöfn, sem heitir Tónar og trix, en þau sungu meðal annars á síðustu plötu Jónasar Sigurðssonar,“ segir Stefán.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .