Ingibjörg Ingvadóttir, sem er lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst og varamaður í bankaráði Seðlabankans, var kosin á Alþingi í dag til að taka sæti Daniel Gros í sæti bankaráði Seðlabankans. Ingibjörg var sú eina sem tilnefnd var til setu í bankaráðinu. Daniel tók sæti í bankaráðinu 9. október árið 2009.

Þá var Jón Helgi Egilsson, stundakennari við Háskóla Íslands, einn tilnefndur til að taka sæti sem varamaður í bankaráði í stað Ingibjargar.