*

föstudagur, 16. apríl 2021
Frjáls verslun 23. ágúst 2019 19:02

Ingólfur launahæsti endurskoðandinn

Launahæsti endurskoðandinn var með rúmlega 9 milljónir í mánaðartekjur. Næsti í röðinni var með tæplega helmingi lægri tekjur.

Ritstjórn
Ingólfur Hauksson.

Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis, var tekjuhæsti endurskoðandinn á landinu í fyrra og námu tekjur hans að jafnaði rúmlega 9 milljónum króna á mánuði, samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út á þriðjudag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur ríflega 3.700 Íslendinga. Að þessu sinnir eru tveir nýir flokkar í blaðinu. Annars vegar yfir tekjur áhrifavalda á samfélagsmiðlum og hins vegar fasteignasala.

Næst tekjuhæsti endurskoðandinn var María Kristín Rúnarsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, en mánaðartekjur hennar námu að jafnaði 4,7 milljónum á mánuði.

Fimm tekjuhæstu endurskoðendur ársins 2018:

  1. Ingólfur Hauksson, lögg. end. forstjóri Glitnis                        9,019 milljónir króna
  2. María Kristín Rúnarsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG           4,718 milljónir króna
  3. Alexander G. Eðvardsson, sviðstj. skatta og lögfrsv. KPMG  2,485 milljónir króna
  4. Matthías Þór Óskarsson, lögg. end. KPMG                            2,440 milljónir króna
  5. Lilja Brynja Skúladóttir, lögg. end. Advania                             2,411 milljónir króna

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér

Stikkorð: verslunar Tekjublað 2019 Frjálsrar