„Þetta hefur alltaf verið svona, allavega lengi,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Kauphallarinnar, um uppákomu þar í dag en hún og allir starfsmenn Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningu settu á sig misfalleg bindi á svokölluðum Ljótubindadegi. Það er Hreppsnefndin, ein af fjórum nefndum starfsmanna Kauphallarinnar, sem skipulagði daginn.

Starfsmannafélag Kauphallarinnar heitir Innherjar. Undir því eru fjórar nefndir: Vinsyndanefnd, sem sér um árshátíð starfsmannafélagsins; Háleistar, sem skipuleggur haustferð starfsfólks og Aðventistanefndin, sem sér um að hafa það kósí og skemmtilegt um jólin og skipuleggja jólahlaðborð fyrir starfsmenn. Hreppsnefndin sér um aðrar og stundum óvæntar uppákomur, s.s. gönguferðir upp á Esju, sundferðir og leiki. Ljótubindadagurinn er eitt af því sem nefndin hefur bryddað upp á.

„Starfsmannafélagið er afskaplega öflugt,“ segir Kristín. Hún bætir við að starfsmenn Kauphallarinnar séu mjög virkir. Þeir eru 18 talsins og eru þeir allir skikkaðir í nefndir. „Allir hafa sínum skyldum að gegna,“ segir Kristín.

Hér að neðan má sjá myndir af starfsfólki Kauphallarinnar með bindin.

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ljótubindadagur í Kauphöllinni
Ljótubindadagur í Kauphöllinni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)