*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 2. ágúst 2021 16:43

Innness hagnast um 212 milljónir

Tekjur heildverslunarinnar Innnes lækkuðu um 1,7% milli ára og námu 10,2 milljörðum króna.

Ritstjórn
Magnús Óli Ólafsson er forstjóri Innness.
Haraldur Guðjónsson

Heildverslunin Innnes hagnaðist um 212 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 222 milljóna hagnað árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 606 milljónum króna samanborið við 556 milljónir króna árið 2019. Tekjur félagsins lækkuðu um 1,7% milli ára og voru 10,2 milljarðar króna árið 2020.

„Covid-19 veiran snerti rekstur félagsins umtalsvert á nokkrum sviðum félagsins. Svið sem voru að selja á veitingastaði, hótel og mötuneyti urðu fyrir umtalsverðu tekjutapi á meðan umsvifin jukust á öðrum sviðum,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.

Meðalfjöldi stöðugilda var 181, samanborið við 195 árið áður. Laun og launatengdur kostnaður lækkaði um 87 milljónir milli ára og nam 1,9 milljörðum króna.

Bókfært eigið fé Innness var tæplega tveir milljarðar króna í árslok 2020, skuldir um 1,6 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 54,5%.
Innnes hyggst ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs. Fyrirtækið er í 100% eigu Ólafs Björnssonar í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsnes.

Stikkorð: Innnes