Greiningardeild Arion banka bregst við þeim fregnum að hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi sé 10,2% samanborið við sama tíma í fyrra. „Þessi miklu vöxtur kom okkur nokkuð á óvart, en við gerðum ráð fyrir 7,4% vexti. Vöxtur þjóðarútgjalda var nokkurn veginn í takt við okkar spá en utanríkisverslun, þá einkum og sér í lagi útflutningur, fór talsvert fram úr væntingum okkar. Það er ánægjulegt að fjárfesting, einkaneysla og útflutningur leggja öll verulega til hagvaxtar og vöxturinn því byggður á breiðum grunni,“ segir í mati greiningardeildar Arion banka.

Velsæld sjaldan aukist jafn mikið

Að mati greiningardeildarinnar klifrar þriðji ársfjórðungur hátt upp sögulegu stigatöfluna, en þetta er fjórði sterkasti fjórðungrinn hagvaxtarlega séð frá árinu 1998. „Ef við lítum á landsframleiðslu sem mælikvarða á velsæld, líkt og oft hefur verið gert innan hagfræðinnar, mætti segja að á síðustu átján árum hefur velsæld aðeins þrisvar sinnum aukist hraðar.“