Klæðskeri hennar hátignar, Hardy Amies, er nú á barmi gjaldþrots eftir að helmingseigandi félagsins, íslenska fjárfestingafélagið Arev, neitaði að koma með aukið fé inn í félagið. Félagið fór fram á að viðskipti með bréf félagsins yrðu stöðvuð í kauphöllinni í London í morgun á meðan fjármálum félagins yrði komið á hreint. Guardian segir frá þessu.

Hardy Amies hefur séð drottningunni frá fatnaði allt frá árinu 1955. Amies sjálfur seldi reksturinn árið 2000, settist í helgan stein árið 2001 og lést árið 2003.

Amies hefur þegar fengið stórt lán frá Arev, en þegar farið var fram á auknir fjárveitingar til rekstursins setti Arev stólinn fyrir dyrnar. Jón Scheving Thorsteinsson er stofnandi Arev.

„Stjórnendur Hardy Amies voru þess vissir að nægilegt fjármagn yrði útvegað til rekstursins, allt þar til eftirmiðdagsins í gær, þegar lykilhluthafi tilkynnti að fjármagnið myndi ekki berast," segir í tilkynningu Hardy Aimes. Stjórnendur íhuga nú næstu aðgerðir, en gjaldþrotaskipti er talinn ágætur möguleiki.