Velta Ístaks á Grænlandi nam fjórum milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar nam heildarvelta fyrirtækisins á bilinu níu til 22 milljörðum króna á árunum 2001 til 2011.

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins um viðskipti, fyrirtækið öðru fremur sinna virkjanagerð á Grænlandi. Á meðal annarra verka eru lenging flugbrauta, hafnargerð og byggingaframkvæmdir. Í blaðinu segir að nokkur fjöldi íslenskra hafi sömuleiðis komið að verkefnum á Grænlandi.

Í fyrrasumar unnu 150 manns fyrir Ístak á Grænlandi. Starfsmenn hafa verið 200 þegar mest lét.

Kolbeinn reiknar með því að mörg stór verkefni verði á Grænlandi á næstu árum. Það geti skipt íslensk fyrirtæki og jafnvel hagkerfið hér máli þegar fram líði stundir. Hann varar þó við því að Íslendingar setji sig í gullgrafastellingar og leggur til að samstarf á víðum grundvelli við Grænlendinga verði aukið.