T plús
T plús
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf er hæft til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf. sem nemur allt að 50% eignarhlut, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 25. janúar. Tilkynnt er um ákvörðunina á heimasíðu FME í dag.

T Plús er með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og tók formlega til starfa í janúar á síðasta ári. Félagið er staðsett á Akureyri en stofnendur voru Íslensk verðbréf, Saga Capital og Stapi lífeyrissjóðir.