Jan Forsbom (42), framkvæmdastjóri eignastýringar FIM í Helsinki, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringasviðs (e. Investment Management) Glitnis. Eitt af markmiðum sviðsins er að samþætta vöruframboð og þjónustu FIM þvert á starfssvæði bankans auk þess að efla þjónustu á sviði sjóðastýringar, eignastýringar, einkabankaþjónustu og dreifingar. Í tilkyningu kemur fram að Glitnir stefnir á umtalsverða aukningu á sviði eignastýringar á Norðurlöndum á næstu árum þar sem meðal annars verður byggt á góðum árangri FIM í Finnlandi.

Jan Forsbom hefur gegnt lykilhlutverki við að gera FIM að leiðandi fjármálafyritæki á sviði eignastýringar, miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar í Finnlandi, Svíþjóð og Rússlandi. Hann verður áfram staðsettur í Helsinki, þar sem meginstarfsemi alþjóðlegrar eignastýringar Glitnis fer fram.

?FIM hefur sýnt frábæran árangur á sviði eignastýringar og af 12 skráðum hlutabréfa- og verðbréfasjóðum eru fimm með 5-stjörnu einkunn frá Morningstar. Forsbom gengur til liðs við mjög öfluga liðsheild eignarstýringar og
einkabankaþjónustu. Forsbom mun gegna lykilhlutverki við að styrkja sviðið sem eitt af kjarnatekjueiningum bankans,? segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

? Forsbom er leiðtogi með umfangsmikla þekkingu á þessu sviði auk þess að hafa afar fjölbreytta reynslu af fjármála- og bankastarfsemi síðustu tvo áratugi. Það er tilhlökkunarefni fyrir bankann að hann taki við starfi framkvæmdastjóra eignasýringar,? segir Lárus.

Glitnir keypti 68,1% hlutafjár í FIM í byrjun febrúar s.l. en yfirtökutilboði í félagið lýkur 16. maí. Samanlagt munu FIM og Glitnir reka alls 40 alþjóðlega verðbréfasjóði og eignasöfn samtals að verðmæti 9,3 milljarðar evra. Að teknu
tilliti til veltu á 1. ársfjórðungi 2007 voru félögin samanlögð annar stærsti miðlarinn á norrænum verðbréfamarkaði. Félögin ráða sameignlega yfir 45 sérfræðingum á sviði markaðsgreiningar sem reglulega greina yfir 200 skráð
félög á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi.

Glitnir leggur áherslu á að styrkja yfirstjórn bankans með ráðningu leiðtoga sem státa af góðum árangri á fjármálamarkaði. Ráðning Jan Forsbom kemur í kjölfar þess að Morten Bjørnsen var ráðinn framkvæmdastjóri yfir
viðskiptabankastarfsemi Glitnis á Norðurlöndum og Sveinung Hartvedt framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans. Frank O. Reite verður framkvæmdastjóri yfir vexti Glitnis utan Íslands og viðskiptaþróun. Hann mun
einbeita sér að stefnumótun og samþættingu þeirra norrænu fyrirtækja sem Glitnir hefur keypt að undanförnu. Jan Forsbom mun taka við nýju starfi 1. júní n.k. Morten Bjørnsen hefur störf 1. ágúst og Sveinung Hartvedt 1. september.

?Í mínum augum fellur starfsemi FIM mjög vel að Glitni. Það er nánast engin skörun á starfseminni og starfsmennirnir, með sína sérþekkingu, bæta hverjir aðra upp. Það er árangursmiðað andrúmsloft í báðum félögum og við höfum þegar komið auga á fjölda tækifæra til vaxtar. Saman munum við geta boðið
viðskiptavinum fjölbreyttari vörur og þjónustu og aukið gæði þjónustunnar. Ég er sannfærður um að þessi þróun er til hagsbóta fyrir viðskiptavini bankans og ég hlakka til að geta lagt mitt af mörkum til vaxtar bankans,? segir Jan
Forsbom.

Glitnir er leiðandi aðili á norrænum verðbréfamarkaði. FIM eignastýring hefur á að skipa öflugri þekkingu á stýringu hlutabréfa, ekki hvað síst á nýmörkuðum -þar sem hvað mestur vöxtur á sér stað á heimsvísu. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá OMX-kauphöllunum og kauphöllinni í Ósló er Glitnir annar stærsti miðlarinn á Norðurlöndum á fyrsta ársfjórðungi 2007, að teknu tilliti til veltu, og með starfsemi í fimm löndum; á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi (tvö síðastnefndu löndin bættust við markaðssvæði Glitnis við kaupin á FIM). Markaðshlutdeild Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði hefur vaxið umtalsvert á einu ári, úr 0,8% á 1. ársfjórðungi 2006 í 6,05% á 1. ársfjórðungi þessa árs. Þennan mikla vöxt má rekja til öflugs innri vaxtar og
kaupa á fyrirtækjunum Norse Securities (nú Glitnir Securities), Fischer Partners (nú Glitnir AB) og FIM Group (yfirtökutilboði í FIM Group lýkur 16. maí n.k.). Samanlögð markaðshlutdeild Glitnis og FIM á 1. ársfjórðungi þessa
árs var 26% á Íslandi, 6,66% í Finnlandi, 6,28% í Svíþjóð, 5,63% í Noregi og 3,24% í Danmörku.

Markaðshlutdeild í norrænum hlutabréfaviðskiptum - 1. ársfjórðungur 2007*
Skandinaviska Enskilda Banken AB 7,53 %
Glitnir/FIM 6,05 %
Morgan Stanley & Co. International LTD 5,99 %
Carnegie Investment Bank AB 5,83 %
Svenska Handelsbanken AB 4,44 %

Jan Forsbom hóf störf hjá FIM árið 2000, þá sem framkvæmdastjóri FIM Securities Ltd. Hann varð framkvæmdastjóri hjá FIM Group Ltd 2005 og hefur leitt starfsemi FIM Asset Management Ltd frá sumri 2006. Jan Forsbom hefur verið framkvæmdastjóri HEX Exchange og aðstoðarframkvæmdastjóri OM Group, OM Energy
Solution í Svíþjóð og framkvæmdastjóri SOM Ltd og EL-EX Electricity Exchange Ltd. Hann hefur unnið á sviði fjármála, miðlunar og eignastýringar frá 1987. Jan Forsbom stundaði nám við háskólann í Helsinki (lögfræði) og Henley Management (MBA) í Bretlandi. Hann er giftur og á fjögur.