Japanska hagkerfið dróst saman um 0,9% á þriðja ársfjórðungi og um 3,5% á ársgrundvelli. Samdráttur hefur ekki sést í efnahagslífi landsins á árinu en hagkerfið hafði vaxið nær samfellt frá áramótum. Erlendir sérfræðingar segja nágrannadeilur Japana við Kína og erfiðleika í heimshagkerfinu geta hugsanlega valdið því að Japan verði kreppunni að bráð á nýjan leik á næsta fjórðungi. Gangi spáin gengur verður þetta þriðja skipti á síðastliðnum fjórum árum sem landið líður inn í niðursveiflu.

Fram kemur í umfjöllun The Washington Post af málinu, að útflutningur hafi dregist mikið saman á fjórðungnum eða um 5%. Annað eins hefur ekki sést síðan í fyrravor þegar náttúruhamfarir gengu yfir landið.