Efnahagsbatinn í Japan tefst um hálf ár vegna neikvæðra áhrifa skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Hún hefur m.a. valdið því að dregið hefur úr eftirspurn eftir japönskum vörum. Þetta segir Masaaki Shirakawa, seðlabankastjóri Japans, en bankastjórnin hefur ákveðið að dæla 80 milljörðum jena inn í japanskt efnahagslíf með það fyrir augum að blása í það lífi.

Í aðgerðinni felst m.a. að seðlabankinn kaupir skuldabréf banka og fjármálafyrirtækja auk þess sem hann ætlar að beita sér á markaði í meiri mæli en áður.

Stýrivöxtum verður haldið lágum af sökum ástæðum. Þeir eru nú við núllið.

Eins og áður hefur verið greint frá í dag komu aðgerðir seðlabankans á óvart en almennt var búist við að bankinn myndi bregðast við í kjölfar útgáfu á hagspá sem væntanleg er undir lok næsta mánaðar.

Bent er á það í umfjöllun International Business Times í dag, að ákvörðun bandaríska og evrópska seðlabankans hafi hins vegar ýtt við mönnum og ákvað bankastjórn japanska seðlabankans að fylgja þeim.